Kastljós

Blaðamenn boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglu, Verbúðin og sagan

Kastljós í kvöld er helgað blaðamennsku og sjávarútvegi - í dag og á níunda áratugnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur boðað fjóra blaða- og fréttamenn á þremur fjölmiðlum til yfirheyrslu, því er virðist vegna gruns um þau hafi brotið lög með umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari ræðir um lagalegan grundvöll lögsókna á hendur blaðamönnum vegna umfjöllunarinnar þeirra og heimildanotkunar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi svigrúm fjölmiðla með hliðsjón af lögum um friðhelgi einkalífsins.

Boðun blaðamannanna í skýrslutöku gerist daginn eftir síðasti þáttur Verbúðarinnar fór í loftið, en þar er einmitt fjallað um tilurð kvótakerfisins, uppgang útgerðarfyrirtækis, og tilraunir fjölmiðla til fjalla um þá þróun. Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor og varaþingmaður Viðreisnar og Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðiprófessor, ræða um sannleiksgildi Verbúðarinnar og áhrif hennar á söguskoðun þjóðarinnar.

Frumsýnt

15. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,