• 00:00:20Breytt en kunnuglegt Kolaport
  • 00:07:38Framúrskarandi vinkona
  • 00:10:26Hvað er að gerast um helgina

Kastljós

Endurnýjað Kolaport og Framúrskarandi vinkona

Kolaportið hefur verið opnað á eftir rækilega yfirhalningu sem bíður upp á nýja möguleika án þess fórna hinum gamalkunna. Guðrún Sóley leit á hinn rótgróna en endurnýjaða flóamarkað.

Stórsýningin Framúrskarandi vinkona, ein stærsta uppfærsla sem Þjóðleikhúsið hefur ráðist í í seinni tíð, verður frumsýnd á laugardag. Verkið byggir á hinum dáðu Napólí-sögum Elenu Ferrante og segir frá uppvexti tveggja vinkvenna í harðskeyttu verkamannahverfi í Napólí. Bergsteinn ræddi við aðalleikkonurnar, Unni Ösp Stefánsdóttur og Vigdís Hrefnu Pálsdóttur, suður-afríska leikstjórann Yaël Farber og fjórar ungar leikkonur sem leika söguhetjurnar á barnsaldri.

Frumsýnt

4. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,