Kastljós

Jóladagatalið, Landsbankahúsið, veitingamenn um jólavertíð

Kastljós sendi út beint frá Tjarnabíói í tilefni af því 200 þáttur Vikunnar var þar í beinni síðar um kvöldið. Rætt við Gísla Martein og Berglindi festival um tímamótin.

Jóladagatal sjónvarpsins verður með veglegasta móti í ár en það byggir á bókunum um Randalín og Munda. Kastljós brá sér á tökustað og ræddi við aðalleikarana, leikstjórann og höfund bókanna.

Landsbankahúsið í miðbæ Reykjavíkur hýsir ekki lengur bankastarfsemi og óljóst hverjir munu flytja þar inn. En húsið geymir ýmsa leyndardóma sem lengi hafa verið huldir almenningi, þar með talið áhugavert vegglistaverk Jóhannesar Kjarvals.

Hver er staðan á veitingahúsarekstri fyrir jólin? Rætt var við þau Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur og Jón Mýrdal um stöðuna framundan.

Frumsýnt

25. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,