• 00:00:40Tilkynningum um heimilisofbeldi fer fjölgandi
  • 00:19:44Dans og hönnunarkeppni Samfés

Kastljós

Heimilisofbeldi, endómetrósa, dans- og hönnunarkeppni Samfés

Í dag kom út skýrsla um heimilisofbeldi sem sýnir tilkynntum brotum heldur áfram fjölga. Kastljós ræddi við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, sem segir þrátt fyrir aukinn fjölda tilkynntra mála bendi þó margt til ekki um raunverulega fjölgun ræða í samfélaginu.

Talið er tólf til fímmtán þúsund konur á Íslandi þjáist af endómetríósu sem getur verið mjög sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af innvortis bólgum og samgróningum í legi og fleiri líffærum í kviðarholi. Samtök um endómetríósu segja einungis en af hverjum fjórum konum með sjúkdóminn hafi fengið greiningu og Margar konur lýsa mikilli þrautagöngu í heilbrigðiskerfinu. Ein þeirra er Natalia Olender sem flaug í morgun til Póllands þar sem hún fer í aðgerð á morgun eftir tveggja ára bið eftir aðgerð hér á landi.

Það var mikið um vera í ungmennastarfi um helgina. Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hélt árlega danskeppni sína á föstudag og hönnunarkeppni á laugardag. Kastljós kynnti sér hvað var um vera.

Frumsýnt

28. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,