Kastljós

Bankasýslan á fundi fjárlaganefndar, Feneyjatvíæringurinn

Forstjóri og stjórnarformaður Bankasýslunnar mættu á opinn fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun og fóru yfir umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Við ræðum við Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, sem sitja bæði í fjárlaganefnd.

Feneyjatvíæringurinn, stærsti myndlistarviðburður í heimi, var opnaður fyrir almenning um helgina. Kastljós var á staðnum og stiklar á stóru yfir það helsta.

Frumsýnt

27. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,