• 00:01:12Sala á hlut í Íslandsbanka
  • 00:13:38Misjafnar viðtökur flóttafólks
  • 00:20:43Björtustu vonir íslenskrar tónlistar

Kastljós

Sala á hlut í Íslandsbanka, flóttamannafordómar og bjartasta vonin

Sala á rúmlega tuttugu prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka fór í gærkvöldi virtist fara fram hjá mörgum, minnsta kosti ef marka viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum í dag. Við ræðum við Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, um sölufyrirkomulagið.

Flóttafólki frá Úkraínu hefur verið mætt með hlýju og skilningi í nágrannalöndunum þar sem þrjár milljónir hafa leitað sér skjóls síðustu vikurnar. Hið sama átti ekki við í sumum austur-evrópulöndum um flóttamenn frá Sýrlandi sem voru víða langt því frá boðnir velkomnir. Við ræðum við Serena Parekh, sérfræðing í málefnum flóttamanna. Við fáum síðan kynnast tónlistarfólki sem hlotið hefur tilnefningu sem bjartasta vonin í íslenskri tónlist en tónlistarverðlaunin verða veitt í næstu viku.

Frumsýnt

23. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,