Kastljós

Stjórnarandstaðan um efnahagsaðgerðir, snjóflóð í Súðavík og Dórófónn

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir skort á samráði þegar kemur Covid-aðgerðum. Þrír fulltrúar hennar ræddu um stuðning fyrir fyrirtæki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum, þær Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn, Inga Sæland frá Flokki fólksins og Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingu.

Jónþór Eiríksson býr á Súðavík en hann er langþreyttur á samgönguvandamálum á svæðinu og segir lítið þurfa gerast til illa geti farið. Hann var einn þeirra sem aðstoðaði við losa bíla úr snjóflóði sem féll úr Súðavíkurhlíð í gærkvöldi.

Og dórófónn, eða snjall-selló, er hljóðfærið sem Hildur Guðnadóttir notaði við túlkun á tilfinningum Jókersins sem tryggði henni fjölda verðlauna, meðal annars Óskarsverðlaun. Hönnuður hljóðfærisins afhenti á dögunum Listaháskóla Íslands eitt slíkt til þróunar og kennslu.

Frumsýnt

17. jan. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,