Síðdegisútvarpið

9. febrúar

Grein sem fimm heimspekingar við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Stokkhólmsháskóla skrifuðu í Fréttablaðið hefur vakið nokkra athygli. Þar eru bornar upp nokkrar spurningar sem varða stóru bóluefnisrannsóknina sem mikið hefur verið rætt um undanfarið. Það væri þá viðamikil rannsókn sem fæli í sér bólusetja stóran hluta þjóðarinnar með bóluefni Pfizer-BioNtech og rannsaka t.d. hjarðónæmi þjóðar. Höfundarnir kalla eftir umræðu. Einn höfundur greinarinnar, Hlynur Orri Stefánsson, dósent í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla verður á línunni.

Laugardalshöll hefur verið undirbúin til taka á móti miklum fjölda fólks í bólusetningar. Við kíktum þangað fyrr í dag og spjölluðum við Óskar Reykdalsson forstjóra heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Réttarhöld hefjast yfir Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna kl. 18 í dag í öldungadeild þingsins. Demókratar vilja meina forsetinn fyrrverandi hafi hvatt mótmælendur til ráðast inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og ýtt undir óeirðir og ofbeldi sem meðal annars kostaði nokkur mannslíf. Þetta er í annað sinn sem Trump er ákærður til embættismissis. Hann hefur síðan látið af embætti og spurning hvaða þýðingu þessi réttarhöld hafa. Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingur ætlar ræða þetta við okkur á eftir.

Viðburðinum Hrækjandi #3 verður streymt í kvöld klukkan hálf níu. Lýsingin á viðburðinum er svohljóðandi: Ljóðið, hin ódauðlega zombía listformanna, mun næsta þriðjudagskvöld rísa aftur úr gröfinni til viðra og streyma sér frá nýjum húsakynnum post-dreifingar. Eftir nær akkúrat árs dvöl snýr viðburðaserían Hrækjandi aftur úr kófiðdvalanum og löngu tímabært. Við heyrum í ljóðskáldinu Karítas M. Bjarkardóttur sem er einn höfuðpaur Hrækjandi #3.

Stærðar­inn­ar ís­spöng sem lagðist höfn­inni við Tálkna­fjörð hélt bát­un­um í höfn­inni í gísl­ingu síðan í fyrra­dag. Það leiddi til þess engu var landað í höfn­inni í gær eins og til stóð. En hvernig er staðan núna? Ólafur Þór Ólafsson sveitastjóri verður á línunni.

Birt

9. feb. 2021

Aðgengilegt til

9. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.