Síðdegisútvarpið

11. febrúar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið í dag í tilefni af fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Þar kemur meðal annars fram vegna faraldursins sem geisar gæti fjölgað í hópi sárafátækra um allt 150 milljónum í lok þessa árs. Hvað getur Ísland gert, hvað er Ísland gera og er það nóg? Utanríkisráðherra sest hjá okkur á eftir.

Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, setur á svið hinn ævintýralega og vinsæla fjölskyldusöngleik Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Samkomuhúsinu á Akureyri í byrjun mars. Söngleikurinn, sem var frumsýndur árið 2002, er einn allra þekktasti barnasöngleikur þjóðarinnar og hefur töfrandi saga og grípandi tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar unnið hug og hjörtu íslenskra barna á öllum aldri. Við kíktum í heimsókn á æfingu fyrr í dag og ræddum við Björgvin Frans Gíslason sem fer með stórt hlutverk í sýningunni.

Við fáum líka bæjarstjórann á Akureyri til okkar í heimsókn og spyrjum út í bæjarmálin og hvernig gengur í rekstri bæjarins.

Fasteignaverð, eða það sem er kallað raunverð íbúða, hefur hækkað um meira en 40% frá árinu 2015 hér á landi. Töluvert meira en á hinum Norðurlöndunum. Hinsvegar virðist hækkun milli tímabila vera meiri í nágrannalöndunum undanfarið, eftir faraldurinn skall á. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem er fjallað um fasteignamarkaðinn. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segir okkur meira um þetta.

Í dag er 112 dagurinn. Þetta er dagur framlínusveita landsins sem hafa sannarlega haft í nógu snúast undanfarið. Haldið er upp á daginn um land allt en þó með mismunandi sniði. Á Siglufirði ætlar Björgunarsveitin Strákar standa fyrir tónleikum klukkan átta í kvöld. Við heyrum í Ingvari Erlingssyni stjórnarmanni í björgunarsveitainni Strákum.

En við byrjum á hugvekju sem Víðir Reynisson flutti á fundi Almannavarna fyrr í dag.

Birt

11. feb. 2021

Aðgengilegt til

11. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.