Heimskviður

128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Við byrjum þáttinn á því skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið.

Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir okkur hætti til gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

10. des. 2022

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,