Heimskviður

118 | Andóf gegn yfirvöldum í Íran og Hvíta Rússlandi

Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Íran undanfarinn hálfa mánuðinn. Ein þeirra sem tekið hefur þátt í þeim vill ekki láta nafn síns getið af ótta við afleiðingarnar ef stjórnvöld í Íran fengju veður af því hún væri tala við erlenda fjölmiðla. Í viðtali við Bjarna Pétur Jónsson segir konan lögregla hafi barið og handtekið tugi kvenna fyrir taka af sér slæðurnar og brenna þær, en þeim er skylt hylja sig með höfuðslæðum. Og hún segir Íranskar konur hafi fengið sig fullsaddar af kúgun yfirvalda, og þær hugsi með sér, ef lífið verður svona þá er ég tilbúin til deyja.

Í síðari hluta þáttarins förum við til Hvíta Rússlands. Yfir þrettán hundruð pólitískir fangar eru í haldi þar í landi. Fjöldi í viðbót, eða hátt í fjörutíu þúsund, hefur síðustu ár setið inni í lengri eða skemmri tíma fyrir skoðanir sínar. Einn þeirra er Anatoly Liabedzka, sem hefur verið í stjórnmálum síðan á Sovéttímanum. Hann líkir fangelsum í Hvíta-Rússlandi samtímans við fangelsi Stalíns. Liabedzka kom hingað til lands á dögunum og þá náðu Heimskviður tali af honum. Hann er í útlegð í Litáen þar sem hann, ásamt stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, skipuleggur evrópska framtíð Hvíta-Rússlands. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, um allt sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

1. okt. 2022

Aðgengilegt til

3. okt. 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.