• 00:01:05Staðan á fasteignamarkaði
  • 00:13:29Lögreglan rannsakar snyrtistofur
  • 00:18:58Inn með kántrí, út með plastpopp

Kastljós

Staðan á fasteignamarkaði, snyrtistofur undir eftirliti og tónlistarstefnur

Eftir margra mánaða ládeyðu á fasteignamarkaði fóru hjólin aftur snúast upp úr áramótum, íbúðir farnar seljast á yfirverði og húsnæðisliðurinn er helsta ástæðan fyrir því verðbólga hækkar milli mánaða. Hvað gerðist og hvert verður framhaldið? Við spáum í húsnæðismál í kvöld.

Tugir ábendinga um mansal eða misneytingu hafa borist ASÍ og öðrum stéttarfélögum síðustu vikur í kjölfar aðgerða lögreglu gegn viðskiptaveldi Víetnamans Quangs Lés í byrjun mánaðarins. Fjórum ábendingum hefur verið vísað til lögreglu. Ein þeirra er til skoðunar og tengist snyrtistofum. Urður Örlygsdóttir ræddi við fyrrverandi formann Félags íslenskra snyrtifræðinga í dag, sem segir lítið sem ekkert eftirlit með greininni.

áttu von á kántrítónlist tæki yfir vinsældalista og hífðu hlustunartölur upp í hæstu hæðir en það er engu síður raunin. Hver tónlistarmaðurinn á fætur öðrum hefur svissað yfir í sveitatónlistina. Kastljós tók punktstöðuna í tónlist með Önnu Dungal tónlistarfræðingi.

Frumsýnt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,