• 00:00:19Lýðheilsa
  • 00:13:56Torgið
  • 00:17:10Draugar fortíðar

Kastljós

Lýðheilsa, Torgið og hlaðvarpið Draugar fortíðar

Ísland er ein langlífasta þjóð í heimi - og líka í hópi þeirra hamingjusömustu. En langlífinu fylgja ekki aukin lífsgæði, því við erum líka í hópi þjóða þar sem lífsstílssjúkdómar eru í mikilli ísókn og notkun þunglyndislyfja er óvíða jafn mikil og hér. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í heilsuhagfræð við Háskóla Íslands, og Axel Finnur Sigurðsson, hjartalæknir ræddu þversagnir allsnægtalífsins í Kastljósi.

Á Torginu á þriðjudag verður rætt um þjóðaröryggi og áfallaþol, hvað felist í þessum orðum og hvernig við Íslendingar stöndum vígi. Við fáum nasasjón af því.

Draugar fortíðar nefnist eitt vinsælasta hlaðvarp landsins en þar eru eru sögulegir atburðir raktir í vinalegu spjalli þeirra Flosa Þorgeirssonar og Baldurs Ragnarssonar. Fortíðardraugarnir eru á hringferð um landið og Kastljós tók þá tali.

Frumsýnt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,