Kastljós

Staða innflytjenda, Ólympíumót fatlaðra, Ljósvíkingar

Fjölgun innflytjenda á íslandi á undanförnum árum hefur ýmsar áskoranir í för með sér samkvæmt úttekt OECD. Um þriðjungur þeirra finnur ekki vinnu sem hæfir menntun og fjölmargir segjast ekki nægilegan stuðning til læra íslensku. Rætt við Maria Jaroszewska og Thomasz Chrapek.

Stoðtækjafyrirtækið Össur framleiðir gervifætur fyrir margt íþróttafólk sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra í París. Kastljós kynnti sér málið.

Kvikmyndin Ljósvíkingar er sannkallað vestfjarðaverkefni en hún er frumsýnd á Ísafirði í kvöld. Forsvarsfólk myndarinnar segir bæinn einmitt eina af persónum myndarinnar.

Frumsýnt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,