• 00:01:14Einkareknir skólar fá fullann styrk
  • 00:13:02Taylor Swift og Ofurskálin
  • 00:19:42Snjóbekksmálið á Skólavörðustíg

Kastljós

Gera einkareknum háskólum kleift að fella niður skólagjöld, Taylor Swift, dularfullur snjóskúlptúr

Háskólaráðherra hefur boðið sjálfstætt starfandi háskólum landsins leggja niður skólagjöld en í staðinn óskert framlög frá ríkinu. Listaháskóli Íslands hefur þegar tilkynnt um skólagjöld verði lögð niður frá og með næsta hausti en þau geta hlaupið á fjórðu milljón króna fyrir nemendur í BA-námi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er gestur Kastljóss í kvöld.

Ein kona tryggði metáhorf á ofurskál ameríska fótboltans í ár, 400% söluaukningu tiltekinnar liðstreyju og margföldun kvenkyns áhorfenda. Það er auðvitað Taylor Swift, tónlistarkona og kærasta leikmannsins Travis Kelsí. Þetta er bara nýjasti kaflinn í afrekasögu söngkonunnar, Kastljós kynnti sér hina kaflana og ræddi við tvær gallharðar Swiftur, sem hafa ólæknandi áhuga á söngkonunni.

Oft er sagt lífið líki eftir listinni eða listin líki eftir lífinu. líkindaleikur náði nýjum hæðum í ólíkindum nýverið þegar skúlptúr af snjófígúrum á bekk var reistur á Vetrarhátíð í Reykjavík. Athugull vegfarandi rak minni í ljósmynd sem hann tók af samskonar verki, á nákvæmlega sama stað, nema fyrir 13 árum síðan.

Frumsýnt

13. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

,