• 00:00:37Horfur í efnahagsmálum
  • 00:12:11Þetta er Laddi
  • 00:20:55Engisprettur og maurar á Food and fun

Kastljós

Efnahagsmálin, Laddi, Food and fun

Það eru jákvæðar breytingar í kortunum í efnahagsmálum. Spáð er verðbólga fari undir 4 prósent í mars í fyrsta sinn síðan 2020 og stýrivextir verði lækkaðir í 7,75 prósent. En það eru líka blikur á lofti, sérstaklega vestanhafs þar sem yfirvofandi tollastríð gæti hleypt verðbólgubálinu aftur af stað. Rætt við Unu Jónsdóttur, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, og Róbert Farestveit, sviðsstjóra hagfræði og greiningasviðs ASÍ.

Söngleikur um Ladda í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Kastljós settist niður með Ladda sem opnaði sig um æskuna og áreitið.

Matarhátíðin Food and fun fer fram um helgina. Kastljós kíkti á tvo erlenda gestakokka.

Frumsýnt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,