• 00:01:02Þunglyndislyf barna
  • 00:09:39Grindavíkurskóli
  • 00:17:27Víkingur Heiðar

Kastljós

Þunglyndislyf barna, Víkingur Heiðar og Grindavíkurskóli

Hér á landi er margfalt meiri þunglyndislyfjum vísað til barna og ungmenna en annars staðar á Norðurlöndunum og depurð og kvíði þess hóps hefur aukist umtalsvert. Alma Möller segir ástandið alvarlegt en engu síður finnist einnig jákvæð merki í þróun andlegrar heilsu ungs fólks. Nemendur í 10. bekk Grindavíkurskóla hafa flakkað milli heimila, skólahúsnæðis og orðið af hverju skólaferðalaginu á fætur öðru vegna jarðhræringa. Rætt við kennara þeirra, Pál Erlingsson, móður eins nemanda, Evu Lind Matthíasdóttur og nemendurna Elmu Lísu Stefánsdóttur, Hörpu Diljá Aðalsteinsdóttur, Jón Steinar Richardsson, Berg Ísak Helgason, Filip Thor Karamanovicc og Caue Da Costa Oliveira. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari ferðast þessa mánuðina um veröldina með Goldberg tilbrigði Bachs í farteskinu og tekur tónleikaþrennu í Hörpu í vikunni.

Frumsýnt

12. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

,