Kastljós

Kjarasamningar, skaðaminnkandi þjónusta, stopular samgöngur til Eyja, D-vítamín

Breiðfylkingin og Samtök atvinnurekenda hittast á fyrsta fundi sínum hjá Ríkissáttasemjara á morgun eftir viðræðum var slitið í síðustu viku. Mikil bjartsýni ríkti í aðdraganda viðræðna og stóðu vonir til samningnar myndu jafnvel nást fyrir mánaðarmót, en líkurnar á því eru hverfandi. Gestur Kastljóss er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.

Tugir hafa nýtt sér skaðaminnkandi þjónustu lyfjafræðinga sem hefur staðið til boða í Reykjanesapóteki síðustu tvö ár. Lyfjafræðingur sem stendur verkefninu segir mikinn ávinning því fólk með fíkn haldi heilsu og nái bata. Við kynntum okkur málið.

Samgöngur til Vestmannaeyja hafa verið afar stopular í vetur og þolinmæði Eyjamanna er á þrotum. Efnt var til íbúafundar í kvöld með samgönguráðherra og forstjóra Vegagerðarinnar í kvöld en honum var frestað, því ekki var fært til Eyja. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur hefur stórum hluta verið tekið yfir ungum myndlistarmönnum á samsýningunni D-vítamín. Kastljós kíkti í heimsókn.

Frumsýnt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

,