Kastljós

Loftárás á Ísrael, Félagsskapur með sjálfum mér og snjóflóð í Svarfaðadal

Í apríl 2022 féll snjóflóð í Svarfaðadal þar sem einn lét lífið. Lára Bettý Harðardóttir björgunarsveitarkona var meðal viðbragðsaðila og rifjar upp atburði þessa dags ásamt Scott Portnoy og Max Loeb sem urðu fyrir snjóflóðinu. Loftárás Írana á Ísrael breytir stöðu og framgangi stríðsins á Gaza. Sóley Kaldal, áhættu- og öryggsiverkfræðingur metur stærra samhengi árásarinnar og Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda rýnir í áhrif atburðanna á írönsku þjóðina. Leikritið Félagsskapur með sjálfum mér sem best er lýst sem hlæjandi frásögn af alls konar harmi. Með aðalhlutverk þess fer Gunnar Smári Jóhannesson sem jafnframt skrifar verkið og því leikstýrir Tómas Helgi Baldursson.

Frumsýnt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,