• 00:00:22Græna skemman í Álfabakka
  • 00:17:57Vigdís: Fólkið á bak við tjöldin

Kastljós

Græna vöruskemman í Álfabakka og sjónvarpsserían Vigdís

Borgarstjórn ætlar láta gera stjórnsýsluúttekt á byggingu vöruhússins í Breiðholti sem valdið hefur nágrönnum þess í Árskógum ama. Þá fæst mögulega svar við spurningu sem margir hafa spurt sig síðastliðnar vikur: Hvernig gat þetta gerst? Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, ræddu málið í Kastljósi.

Landsmenn eru límdir yfir sjónvarpsþáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur. Mikil vinna fór í endurskapa tíðaranda þáttanna útfrá sviðsmynd, búningum og hárgreiðslu. Við hittum fólkið á bakvið tjöldin.

Frumsýnt

9. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,