Síðdegisútvarpið

18.janúar

Síðdegisútvarpið verður í styttra lagi þennan daginn vegna beinnar útsendingar frá leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handknattleik karla. Stefán Pálsson mætir til okkar og segir okkur frá sögu Grænhöfðaeyja og fræðir okkur um hvaða þjóð við erum fara keppa við á vellinum í dag. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður verður í beinni hjá okkur beint frá Gautaborg og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson tekur svo yfir og lýsir leiknum í beinni á Rás 2.

Frumflutt

18. jan. 2023

Aðgengilegt til

18. jan. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.