Síðdegisútvarpið

23.ágúst

Sagnamaðurinn Bjarni Harðarson á frænku úr Þykkvabænum sem er frægasti draugur Rangársþings. Bjarni mun segja þeim sem vilja heyra sögur af frænku sinni, hrossætum og keltum í hellunum við Hellu næstkomandi föstudag og laugardag. Bjarni verður eiginlega koma til okkar á eftir til úrtskýra þetta töluvert betur.

Stúdentagarðar með 40 íbúðum verða reistir á Ísafirði vegna skorts á leiguhúsnæði fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Sett hefur verið á laggirnar húsnæðissjálfseignarstofnun sem mun sinna byggingarframkvæmd og rekstri nýrra leiguíbúða fyrir námsmenn. Halldór Halldórsson er formaður nýrrar stjórnar um verkefnið hann verður á línunni.

Okkar ástkæru Systur sem sigruðu hjörtu Evrópu í síðustu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru leggja land undir fót, vopnaðar hljóðfærum og nýjum lögum. því tilefni kemur Beta eða Elísabet Eyþórsdóttir í heimsókn til okkar rétt á eftir.

Fíflar eru ekki bara fíflar svo mikið er víst. Geðþekki sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson elskar fífla enda býr hann til úr þeim hunang við fáum vita allt um það hjá Gísla á eftir.

Hundurinn Oreo er sennilega með þeim snjallari en hægt var fylgjast með honum hefja skólagöngu í fyrra, í bókinni Oreo fer í skólann. Bókin er eftir Sylvíu Erlu Melsted. eru Sylvía og Oreo komin af stað með skipulagsátak sem felst í efla lestur, heimanám og minnka skjánotkun hjá börnum á grunnskóla aldri. Sylvía segir okkur nánar frá þessu í þættinum.

Í morgun gaf flugfélagið Play út ársfjórðungsuppgjör. Þar kemur ýmislegt jákvætt í ljós þrátt fyrir flugfélagið hafi þurft glíma við krefjandi aðstæður á þessum tíma. Einnig er nýr áfangastaður í kortunum. Birgir Jónsson forstjóri Play er er kominn til okkar.

Frumflutt

23. ágúst 2022

Aðgengilegt til

23. ágúst 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.