Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við komum víða við þennan seinnipartinn, hingað kemur Helga Kristín Gunnarsdóttir sem er í forsvari fyrir samtök sem kalla sig vini Vatnsendahvarfs og hafa barist fyrir verndun útivistarsvæðis á milli Breiðholts og Kópavogs, en á fimmtudaginn var samþykkt í borgarráði deiliskipulag sem leyfir lagningu hraðbrautar þar í gegn.Við tökum stöðuna á málinu.
Á meðan ferðamenn streyma til landsins í sívaxandi magni verða gistiaðstöðurnar alltaf frumlegri og frumlegri. Flest höfum við séð gamla iðnaðarbíla sem búið er að breyta í hótelherbergi á hjólum, svo komu glæru kúlulagatjöldin þar sem hægt að er góna á himininn og nærumhverfið áður en maður sofnar. En nú hefur bæst í flóruna gisting út á miðju Fjallsárlóni. Steinþór Arnarsson og félagar byrjuðu nýlega að bjóða upp á nætur á lóninu. Við heyrum í honum á eftir.
Hótelið Holt Inn í Önundarfirði er fjölskyldurekið sveitahótel við stærsta æðavarp í heimi! Þangað kemur ferðafólk hvaðanæva til að slaka vel á og líka skoða fugla. Björg Magnúsdóttir ræddi við Hólmfríði Bóasdóttur sem rekur hótelið ásamt eiginmanni og tengdamóður.
Það eru fleiri en æðarfuglar á flugi því mikil umferð einkaþotna er á reykjavíkurflugvelli og nú hefur Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG lagt til að einkaflugið verði fært annað. Líf kemur hingað til okkar og ræðir þetta.
Golfíþróttin nýtur sívaxandi vinsælda og mikil ásókn er í golfvelli um allt land. Hulda Bjarnadóttir var kosin formaður Golfsambands Íslands í vetur, fyrst kvenna, kemur hingað í góðri sveiflu. (vonandi að hún verði ekki undir pari. Alltaf stutt í green-ið hjá Huldu).
En við byrjum á kristilegum nótum og trúarlegum, því í morgun birtist hér á rúv frétt þess efnis að hlutfall þeirra landsmanna sem skráð eru í þjóðkirkjuna hafi í fyrsta sinn farið undir 60%. Árið 1992, fyrir 30 árum, var þetta hlutfall vel yfir 90%. Hverju breytir þetta? Eru þetta jákvæðar fréttir fyrir önnur trú- eða lífsskoðanafélög, við erum með prest Fríkirkjunnar í Reykjavík á línunni Hjört Magna Jóhannsson.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.