Síðdegisútvarpið

20.apríl

Síðdegisútvarpið sendir út frá Betri stofunni í Hafnarfirði í tilefni af Heima hátíðinni og Björtum dögum sem hefjast á morgun. Henný María Frímannsdóttir einn skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Heima segir okkur frá hátíðinni sem verður í kvöld.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar kíkir í Betri stofuna og ræðir við okkur um blómlega bæinn sem hún starfar fyrir. Hreimur Örn mætir til okkar með gítarinn og tekur lagið í beinni.

Erla Ragnarsdóttir Dúkkulísa og rektor Flesborgarskóla í Hafnarfirði kemur í kaffisopa.

Einar Torfi Finnson sem er fara með hóp af Íslendingum yfir Grænlandsjökul og leggur af stað til Grænlands á sumardaginn fyrsta. Hann kemur til okkar í Síðdegisútvarpið og segir okkur frá þessu ævintýri.

Birt

20. apríl 2022

Aðgengilegt til

20. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.