Síðdegisútvarpið

31.mars

Þegar flóttafólk frá Úkraínu fór streyma hingað til lands ákváðu Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson bjóða flóttafólki upp á aðstöðu, í mötuneyti auglýsingarstofu í Guðrúnartúni, til koma saman og borða kvöldmat alla virka daga frá 6 til 8. Þetta hefur síðan þá undið upp á sig og hafa þeir ásamt fleiri sjálfboðaliðum séð nokkur hundruð einstaklingum, fullorðnum og börnum fyrir fæði, klæði og leikföngum og fyrir stuttu opnuðu þeir dagvistunarúrræði fyrir börn flóttafólks í Hátúni. Við í Síðdegisútvarpinu fengum kíkja til þeirra í Guðrúnartúnið í gærkvöldi þar sem við hittum fjöldan allan af fólki og ein þeirra hún Anna Lischyk-Arinina sagði okkur sögu sína með astoð Ilonu Ottarsson sem túlkaði fyrir okkur. Auk þess tölum við í þættinum við Svein Rúnar Sigurðsson en hann hefur verið þessu fólki innan handar frá fyrsta degi.

Það er fullt af fólki áhugasamt um útivist og fjallgöngur en dregur það oft of lengi fara af stað. Ferðafélag íslands ætlar bjóða upp á fjallgöngunámskeið sérsniðið fyrir konur sem eru byrja í sportinu, Kolbrún Björnsdóttir kemur til okkar en hún mun leiða þetta námskeið.

Barnamenningarhátíð hefst í Reykjavík á mánudaginn og stendur í fimm daga. Af því tilefni er Lag Barnamenningarhátíðar komið út og hefur það verið sent út til barnanna í borginni. Lagið er samið og flutt af JóaPé og Króla og byggt á hugmyndum barna í 4. bekkjum í borginni um hvað veitir gleði, þeim sjálfum, öðrum og heiminum öllum. Við ætlum frumflytja lagið og hingað koma Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnisstjóri barnamenningar og Katla Njálsdóttir sem verður kynnir á hátíðinni í Hörpu og hefur komið gerð mndbands við lagið.

Krabbamein í ristli og endaþarmi er næstalgengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og næstalgengasta dánarorsökin þegar kemur krabbameinum. Árið 2001 mælti landlæknir og þverfaglegur hópur sérfræðinga með því hafin yrði reglubundin skimun fyrir krabbameini í ristli. Síðasta sumar var Heilsugæslunni falið verkefnið og er unnið undirbúningi skimunar hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ágúst Ingi Ágústsson er yfirlæknir hjá samhæfingarmiðstöðinni og hann er á línunni.

Birt

31. mars 2022

Aðgengilegt til

31. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.