Síðdegisútvarpið

9. mars

Eitt af stærri verkefnum stjórnvalda næstu árin verður standa við gefin fyrirheit um kolefnishlutleysi á Íslandi. Yfirlýst markmið hljóma upp á kolefnislhlutlaust Ísland árið 2040 en til þess það markmið náist þarf margt breytast hér á landi jafnt hjá fyrirtækjum sem og í lifnaðarháttum og venjum Íslendinga. Fyrsti hluti verkefnisins fer af stað í þessari viku og er leiddur af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarverkfræðingur tekur þátt í því og ætlar fara yfir málin með okkur.

Fyrr í dag var tilkynnt um samþættingu Icelandair og Air Iceland Connect sem mun eiga sér stað 16.mars næstkomandi. Sameiningin er liður íað efla innanlandsflugið og er stefnt á gera áfangastaði um allt land sýnilegri á heimasíðu Icelandair. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir okkur meira um málið.

Tónlistarskólinn Púlz sem gerir sig út fyrir vera tónlistarskóli framtíðarinnar var nýverið settur á laggirnar í Reykjavík. Áhersla er lögð á sjálfstætt sköpunarferli með leiðsögn frá reyndu tónlistarfólki. Kennt er á nýjustu tæki og tól sem notuð eru í dag til tónlistarsköpunar. Stofnandi skólans og jafnframt skólastjórinn sjálfur, Steinar fjelsted kemur til okkar í þáttinn.

Við kynnum okkur einnig magnaða kvikindi, sjávarsnígil sem sllítur af sér hausinn til endurnýja líkama sinn. Snígill var uppgvötaður fyrir nokkrum árum í japanska háskólanum Nara Women?s University. Arnar Pálsson erfðarfræðingur kemur til okkar og veit hann töluvert meira um snígilinn knáa.

Í dag var strætóskýli af gamla skólanum flutt af sinni stoppustöð yfir í portið hjá skemmtistaðnum Prikinu. Strætóskýlið er merkilegt vegna listaverks sem það prýðir eftir myndlistamanninn Margeir Dire Sigurðsson sem lést árið 2019. Geoffrey Huntingdon-Williams, einn eiganda priksins segir okkur betur frá því.

Birt

9. mars 2021

Aðgengilegt til

9. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.