Síðdegisútvarpið

9.mars

Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna er flutningsmaður tillögu um dómsmálaráðherra skipi starfshóp um ummönnun og geymslu líka. Mikilvægt tekið verði saman hve mörgu ábótavant er varðar ummönun og geymslu úti á landi. hennar sögn sitja ekki allir landsmenn við sama borð þegar dauðinn knýr dyrum.

Í gær fjölluðum við um unga menn sem krabbamein, í dag er komið ungu fólki sem fær heilablóðfall. Sindri Már Finnbogason framkvæmdarstjóri og stofnandi Tix.is og Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ ,lentu báðir í því óvænt heilablóðfall á besta aldri. Í dag starfa þeir báðir innan Heilaheilla og koma þeir til okkar á eftir til segja sína sögu og vekja athygli á því hver sem er getur orðið næstur því um 600 manns heilablóðfall árlega á Íslandi.

Tilnefingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða tilkynntar í dag í Hörpu. Við ætlum síðar í þættinum gefa boltann niður Hörpu þar sem Kristján Freyr Halldórsson Framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðulaunna mun upplýsa okkur um það hverjir hljóta tilnefningar í ár.

Um þessar mundir eru 45 ár síðan skemmtistaðurinn Hollywood opnaði. Þetta er einn stærsti skemmtistaður íslandssögunar og var hann troðföllur flest kvöld og raðirnar fyrir utan ættu eflaust heima í heimsmetabók Guinness. Ólafur Laufdal stofnandi Hollywood ætlar fagna þessum tímamótum allan apríl mánuð á Grímsborgum. Þar verður boðið upp á sýningar í anda Hollywood árana og einnig er Ólafur búinn sérpanta diskódansgólf eins og var á gamla Hollywood til láta setja upp á Grímsborgum. Við heyrum í honum í þættinum.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá mætir Atli Fannar Bjarkason til okkar og fer yfir nýjasta meme-ið á internetinu.

Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarna daga. Saksóknari krefst þess sakborningarnir í málinu fái hámarksrefsingu en verjendur þeirra telja slíkt vera ósanngjarnt þar sem fjórmenningarnir séu aðeins lítil peð í stórri keðju. Til segja okkur betur frá þessu máli öllu saman er hingað kominn Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður.

Frumflutt

9. mars 2023

Aðgengilegt til

8. mars 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.