Síðdegisútvarpið

3.mars

Stórleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson verða sérstakir gestir þáttarins þennan föstudaginn. Þeir hafa eins og alþjóð veit starfað saman við einleikina Pabbann og Afann. Óhætt er segja segja þær sýningar hafi algerlega slegið í gegn en Pabbin var frumsýndur í Iðnó 2007 og Afinn í Borgarleikhúsinu 2011. Einnig hafa þeir unnið saman við fleiri verkefni eins og Hellisbúanum, How to become Icelandic, Maður sem heitir Ove og svo auðvitað í bíómyndinni um Afann. Og er von á góðu því þeir eru fara bjóða okkur upp á nýtt verk á næstu dögum. Siggi og Bjarni setjast laufléttir niður hjá okkur strax lokum fimm fréttum.

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram í beinni útsendingu á RÚV annað kvöld. Keppnin verður haldin í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi þar sem öllu verður tjaldað til. Hér hjá okkur eftir stutta stund verður Siggi Gunnars í beinni úr höllinni þar sem standa yfir strangar æfingar fyrir stóra kvöldið. Einnig ætlum við heyra brot úr lögunum fimm sem keppa til úrslita.

Við ætlum fræðast um nýtt nám sem kennt er við Háskólann í Reykjavík og nefnist stafræn heilbrigðistækni. Anna Sigríður Islind er dósent við tölvunarfræðideildina í HR hún kemur til okkar og segir frá.

Katrín Björk Birgisdóttir er sannkölluð ofurkona, hún er móðir tveggja drengja, eiginkona, einkaþjálfari og naglafræðingur en auki er hún hagsýnni en flestir. Katrín hefur um langt skeið búið til næringaríkar og góðar kvöldmáltíðir fyrir fjölskylduna með litlum tilkostnaði. Nýlega setti hún inn myndskeið á youtube rás sinni sem hefur vakið mikla athygli en þar sýnir hún okkur hinum skref fyrir skref hvernig hún verslar í kvöldmatinn fyrir heila viku og eldar ofan í fjölskylduna fyrir aðeins 6.400 krónur. Hvernig fer hún eiginlega þessu, Katrín Björk gefur okkur góð ráð á eftir.

Áslaug Eiríksdóttir og Arndís Arnalds koma til okkar á eftir, en þær ætla segja okkur frá mikilli garnhátíð sem fer fram í Hafnarfirði um helgina og heitir Garnival. Meira um það síðar í þættinum.

Við fengum fréttir af því fyrr í vikunni til standi Andrew prins flytji inn í kot Harrys Bretaprins og Meghan eiginkonu hans eftir þau fengu útburðartilkynningu frá bresku hirðinni. En hvers vegna ? Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður er hingað komin.

Frumflutt

3. mars 2023

Aðgengilegt til

2. mars 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.