Síðdegisútvarpið

27. janúar

Umsjón: Rúnar Róbertsson og Júlía Margrét Einarsdóttir

Tæplega 9 milljarðar spöruðust vegna tæknilausna í Covid faraldrinu hér á landi. Þetta segir í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þá spöruðust auki 700 milljónir króna með skráningu í Heilsuveru fyrir Covid próf. Þetta er mun meiri ábóti en reiknað var með en stærsti ábatinn af stafrænum tæknilausnum í faraldrinum, var með því niðurstöður úr skimun gegnum Heilsuveru með mun hraðari hætti en ella, gátu einstaklingar sem ekki voru smitaðir í sóttkví snúið aftur til vinnu. Arna Harðardóttir, sölu- og markaðsstjóri heilbrigðislausna hjá Origo, fór yfir þetta með okkur.

Í dag hefst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Krafts, kom til okkar.

Í nýjustu sýningu sprelligosanna í uppistandshópsins VHS, þeirra Vigdísar, Villa Neto, Stefáns og Hákonar, velja þau vellíðan. Á morgun verður fyrsta upphitunarsýning þeirra sýnd í Tjarnarbíói og hinir fjölmörgu aðdáendur hópsins geta búist við því hláturtaugarnar verði kitlaðar þegar þau flytja glænýtt efni. Stefán Ingvar og Villi Neto kíktu til okkar og sögðu okkur frá nýjasta gríninu.

Á morgun verður loks upplýst hverjir eru þátttakendur í Söngvakeppni Sjónvarpins 2023 í sérstökum þætti á RÚV. Kynnar keppninnar í ár þau Unnsteinn Manúel, Sigurður Gunnarsson og Ragnhildur Steinunn komu til okkar í spjall eftir fimm fréttir. Og Síðdegisútvarpið stalst til þess spila fyrir hlustendur brot úr lögunum 10.

Í barnasýningunni Magic Show leggur töframaðurinn Lalli upp með nota undraheim töfra og töfrabragða til hrífa yngri leikhúsgesti, til þeirra og tengja saman óháð tungumáli. Lalli kom til okkar með töfrabrögð í farteskinu.

En við byrjuðum á taka stöðuna á Vestfjörðum. Á Patreksfirði féll krapaflóð í gær og eru íbúar uggandi enda ómögulegt segja hvernig náttúran hagara sér. En við erum með okkar besta fólk á vakt ti lað fylgjast með slíku. Einn þeirra er Oliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði ofanflóða, en hann er á vaktinni núna. Oliver var á línunni,

Frumflutt

27. jan. 2023

Aðgengilegt til

27. jan. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.