Síðdegisútvarpið

17.janúar

Áfram fjöllum við um handbolta því A landslið karla er komið til Gautaborgar eftir frábæran sigur hjá strákunum okkar gegn Suður-Kóreu! tekur við milliriðill og fyrsti leikurinn er á morgun gegn Grænhöfðaeyjum. Það er í mörgun snúast á skrifstofu HSI og fyrirspurnum rignir inn. Eru til miðar á leikina, getum við keypt treyjur og svo framvegis. Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSI hann er staddur í Svíþjóð eins og lög gera ráð fyrir og við heyrum í honum.

Gígja Hólmgeirsdóttir segir okkur helstu tíðindin norðan, og skellir sér líka á bogfimiæfingu með einni bestu íþróttakonu okkar Íslendinga í bogfimi, hinni 19 ára Önnu Maríu Alfreðsdóttur.

Breytingaskeiðið er hluti af lífinu og getur verið alls konar. Breytingaskeiðið er samheiti yfir tímabil í lífi okkar þegar hormónaframleiðslan okkar breytist. Það er mikið rætt um breytingaskeiðið og engin breyting verður þar á núna á fimmtudaginn því þá stendur Feima sem er fræðslufélag um breytingaskeiðið, kvenheilsa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, læknafélag íslands og félag íslenskra fæðinga og kvensjúkdómalækna fyrir opnu málþingi í Hörpu.

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, stjórnarkona í Feimu - fræðslufélagi um breytingaskeiðið kemur til okkar ásamt Steinunni Zophoníasdóttur ljósmóðir með sérþekkingu á breytingaskeiði kvenna. Starfa m.a. hjá Kvenheilsu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og sjálfstætt starfandi ráðgjafi um breytingaskeiðið. Stjórnarkona í Feimu.

Þóra Arnórsdóttir kemur til okkar á eftir og hitar upp fyrir Kveiksþátt kvöldsins. Í honum verður eitt til umfjöllunar, silikonpúðar. Talsverð undiralda hefur verið bæði erlendis og hérlendis vegna veikinda sem konur telja sig geta rakið til sílikonpúða í brjóstum.

Og við ljúkum þættinum með Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni en hann mætti til Gautaborgar fyrr í dag og við fáum það allra nýjasta þaðan.

Mörgum íbúum Neskaupsstaðar brá heldur betur í brún þegar fréttir af því Rarik hyggðist senda gömlu varaaflstöð bæjarins til Úkraínu þar sem vöntun á rafmagni er vægt til orða tekið mikil. Á línunni er Helga Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Rarik.

Frumflutt

17. jan. 2023

Aðgengilegt til

17. jan. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.