Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Áfram fjöllum við um handbolta því A landslið karla er komið til Gautaborgar eftir frábæran sigur hjá strákunum okkar gegn Suður-Kóreu! Nú tekur við milliriðill og fyrsti leikurinn er á morgun gegn Grænhöfðaeyjum. Það er í mörgun að snúast á skrifstofu HSI og fyrirspurnum rignir inn. Eru til miðar á leikina, getum við keypt treyjur og svo framvegis. Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSI hann er staddur í Svíþjóð eins og lög gera ráð fyrir og við heyrum í honum.
Gígja Hólmgeirsdóttir segir okkur helstu tíðindin að norðan, og skellir sér líka á bogfimiæfingu með einni bestu íþróttakonu okkar Íslendinga í bogfimi, hinni 19 ára Önnu Maríu Alfreðsdóttur.
Breytingaskeiðið er hluti af lífinu og getur verið alls konar. Breytingaskeiðið er samheiti yfir tímabil í lífi okkar þegar hormónaframleiðslan okkar breytist. Það er mikið rætt um breytingaskeiðið og engin breyting verður þar á núna á fimmtudaginn því þá stendur Feima sem er fræðslufélag um breytingaskeiðið, kvenheilsa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, læknafélag íslands og félag íslenskra fæðinga og kvensjúkdómalækna fyrir opnu málþingi í Hörpu.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, stjórnarkona í Feimu - fræðslufélagi um breytingaskeiðið kemur til okkar ásamt Steinunni Zophoníasdóttur ljósmóðir með sérþekkingu á breytingaskeiði kvenna. Starfa m.a. hjá Kvenheilsu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og sjálfstætt starfandi ráðgjafi um breytingaskeiðið. Stjórnarkona í Feimu.
Þóra Arnórsdóttir kemur til okkar á eftir og hitar upp fyrir Kveiksþátt kvöldsins. Í honum verður eitt til umfjöllunar, silikonpúðar. Talsverð undiralda hefur verið bæði erlendis og hérlendis vegna veikinda sem konur telja sig geta rakið til sílikonpúða í brjóstum.
Og við ljúkum þættinum með Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni en hann mætti til Gautaborgar fyrr í dag og við fáum það allra nýjasta þaðan.
Mörgum íbúum Neskaupsstaðar brá heldur betur í brún þegar fréttir af því að Rarik hyggðist senda gömlu varaaflstöð bæjarins til Úkraínu þar sem vöntun á rafmagni er vægt til orða tekið mikil. Á línunni er Helga Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Rarik.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.