Síðdegisútvarpið

23.desember

Hvað á gera við allar umbúðirnar utan af jólagjöfunum, þá erum við ekki bara tala um plastið og pappann, heldur líka gjafapappírinn, pakkaböndin, límbandið og merkimiðana. Freyr Eyjólfsson kemur til okkar, hann vinnur hjá Sorpu og veit allt um þetta.

Við ætlum forvitnast um jólahaldið hjá Flotta fólkinu hvernig verður því háttað ? Sveinn Rúnar Sigurðsson verður á línunni hjá okkur og segir okkur allt um það.

Starfsfólk Mæðrastyrknefndar hefur staðið í ströngu við matarúthlutanir fyrir þessi jól eins og svo oft áður. Fólk getur lagt sitt af mörkum með því styrkja nefndina og þar með þá sem þurfa á aðstoð halda - Anna Pétursdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndar við heyrum í henni.

Í gær var síðasta flug Niceair fyrir jól. 97 farþegar fóru til Köben og 150 farþegar flugu til Akureyrar. Það er hundrað prósent sætanýting heim í jólin. Við hringjum norður í Þorvald Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóra Niceair.

Svo er það manneskja ársins. Við opnum fyrir símann hér á eftir og tökum niður ykkar atkvæði í þeirri kosningu auk þess sem okkur langar heyra í ykkur kæru hlustendur og vita hvað þið eruð bralla svona stuttu fyrir jól.

En við byrjum á jólabaðinu - hvernig stendur Vatnsbúskapurinn hjá okkur þessa dagana mega allir fara í jólabaðið á morgun eða eigum við dreifa því á einhverja daga ? Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna er á línunni

Frumflutt

23. des. 2022

Aðgengilegt til

23. des. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.