Síðdegisútvarpið

22.desember

Þorláksmessa er á morgun. Þá er hefð hjá mörgum sér kæsta skötu með öllu sem því fylgir. Einn fylgifiskur er lyktin sem ekki allir eru sáttir við. En hvernig nær maður lyktinni úr fatnaði og öðru slíku? Við hringjum í Efnalaug Garðabæjar, þar er Lilja Vattnes sem veit allt um málið.

Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans. Feðginin Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson hafa búið til fjögurra þátta röð sem er á dagskrá rásar eitt um jólin fyrsti á aðfangadag en þættirnir eru einnig komnir í spilara Ruv. Sindri kemur til okkar á eftir og segir frá.

Frískápur er almenningsísskápur þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta skilið eftir matvæli og svo mega bara allir sér. er búið opna enn einn slíkan hér í Reykjavík, Þórdís V. Þórhallsdóttir segir okkur allt um þetta frábæra fyrirbæri.

Þá kemur Atli Fannar Barkarson til okkar og skoðar segir okkur frá forvitnilegum hlutum af veraldarvefnum í Meme vikunnar.

Við opnum líka fyrir símann á eftir því eins og kunnugt er þá stendur yfir val á manneskju ársins - síminn er 5687123.

En við byrjum á fréttum utan úr heimi hingað er kominn Markús V. Þórhallsson fréttamaður

Frumflutt

22. des. 2022

Aðgengilegt til

22. des. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.