Síðdegisútvarpið

1.desember

Við ætlum frumflytja lag eftir Svavar Pétur öðru nafni Prins Póló í Síðdegisútvarpinu strax loknum fimm fréttum. Berglind Hasler ætlar mæta til okkar vopnuð laginu ásamt stórsöngvaranum Valdimar Guðmundssyni en hann syngur lagið ásamt Prins Póló og Hirðinni. Hirðin tók sér klára þetta verkefni eftir Svavar Pétur lést í lok september en samhliða laginu er Haustpeysa Prins Póló komin í búðir og rennur ágóði peysunnar til Krafts styrktarfélags ungs fólks og í minningarsjóð Prins Póló. Meira um þetta allt saman hér á eftir og auðvitað lagið sjálft Ég er klár.

Félagsfræðingafélag Íslands býður til málþings og móttöku í tilefni af Félagsfræðideginum á morgun föstudag. þessu sinni er sjónum beint brýnum málefnum á alþjóðavettvangi, þ.e. félagslegum afleiðingum styrjalda og ójöfnuði þjóða. Lykilerindi flytur Sigríður Víðis Jónsdóttir sem nýverið gaf út bókina Vegabréf: Íslenskt sem hefur hlotið mikla athygli og lof en Sigríður heimsótti okkur einmitt hér í Síðdegisútvarpið fyrir nokkru síðan. En hvernig tengist félagsfræðin efni bókarinnar - Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir okkur allt um það hér rétt á eftir.

Rostungurinn Valli, sem gerði sig heimakominn hér við land í fyrrahaust, og sjávarspendýr við Íslandsstrendur eru í aðalhlutverki í nýrri barnahljóðbók sem var koma út. Meðal höfunda bókarinnar er Edda Elísabet Magnúsdóttir, sérfræðingur í sjávarspendýrum og lektor við Menntavísindasvið HÍ, en rannsóknir hennar og fleiri vísindamanna á hljóðheimi spendýra hafsins eru m.a. nýttar í bókinni. Edda kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá Valla og ævintýrum hans

Í dag 1. des er dagur reykskynjarans. Við þekkjum öll og vitum hvað reykskynjarinn gerir og fyrir hvað hann stendur en Jón Pétursson slökkviliðsmaður og ráðgjafi Öryggismiðstöðvarinnar veit miklu meira en við og við förum yfir mikilvægi reykskynara og fáum ýmis ráð þegar jólin og hátíð ljóssins er framundan.

Og svo er Meme vikunnar á sínum stað með Atla Fannari Bjarkasyni

Samkvæmt fréttum frá ruv í dag hafa rúmlega sjötíu prósent sálfræðinga sem starfa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins íhugað segja upp störfum síðustu 6 mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem lögð var fyrir sálfræðinga heilsugæslunnar. Mikil óánægja hefur ríkt meðal sálfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með skipulagsbreytingar sem ráðist var í fyrr á þessu ári. Gyða Dögg Einarsdóttir er formaður félags sálfræðinga í heilsugæslu og hún er á línunni

Frumflutt

1. des. 2022

Aðgengilegt til

1. des. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.