Síðdegisútvarpið

30.september

Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir í dag hr. Ólafi Ragnari Grímssyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda. Ólafur Ragnar Grímsson hefur markað djúp spor í Íslandssöguna á farsælum ferli sem fræðimaður, þjóðhöfðingi og alþjóðlegur stjórnmálamaður. Í tilefni af veitingu heiðursnafnbótarinnar var haldið málþing undir yfirskriftinni ?Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir ? breytt heimsmynd? við Háskólann á Akureyri í dag. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans ræðir við okkur á eftir um heiðursdoktorsnafnbótina og málþingið.

Við ætlum heyra sögu af lagi sem er samið af hljómsveitinni Uriah Heep en er komið í íslenskan búning og það þrátt fyrir Uriah Heep hafi aldrei leyft slíkt áður - Hingað kemur Svavar Viðarsson bassaleikari hljómsveitarinnar Nostal og segir okkur frá.

Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar, Floodlights, hefur keypt kvikmyndaréttinn bók Stefáns Mána Húsið. Hannes Þór kemur til okkar í þáttinn í dag

Síðdegisútvarpið rak augun í vélmenni í Hásólanum á Akureyri í dag. Þessi vélmenni nefnast fjærverur og okkur leikur forvitni á vita hvernig þær virka. Auðbjörg Björnsdóttir forstöðumaður kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri segir okkur allt um það á eftir.

Og svo fáum við heyra allt um Vísindavöku Rannís sem haldin verður í Laugardalshöllinni á morgun Aðalheiður Jónsdóttir Vísindavökustjóri segir okkur allt um það.

Finnur Aðalbjörnsson einn eigandi Skógarbaðanna á Akureyri er mættur til okkar til segja okkur frá þessum dásamlegu böðum og nýjasta stolti þeirra norðanmanna.

Frumflutt

30. sept. 2022

Aðgengilegt til

30. sept. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.