Síðdegisútvarpið

SDU 2. sept

Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir sótti dóttur sína í Reykjadal fyrir tveimur vikum og áttaði sig á staðurinn væri byrjaður drabbast niður og aðgengismálum væri ábótavant. Í kjölfarið sendi hún póst á Harald Þorleifsson sem svaraði um hæl og verður fyrsti rampurinn vígður í dag. Unnur Ösp kemur til okkar á eftir.

Á sunnudaginn nánar tiltekið á sunnudagskvöldið verður Íslensk heimildarþáttaröð í fimm þáttum um skipulag og uppbyggingu fimm bæja vítt og breitt um landið sýnt hjá okkur á ruv. Bæirnir Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður eru heimsóttir og stiklað á stóru um sögu þeirra. Umsjón: Egill Helgason og Pétur Ármannsson og dagskrárgerð er höndum Ragnheiðar Thorsteinsson. Egill Helgason verður á línunni en hann er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann er fylgja syni sínum Kára í skóla auk þess sem hann skellti sér á tónleika með James Taylor.

Hvernig öðlumst við heilbrigt heilsuhugarfar? Er þetta ekki oftast þannig við byrjum af krafti en nennum svo ekki halda þetta út. Margrét Leifsdóttir veit allt um það hvernig við breytum hugarfarinu og hún kemur til okkar

Hinn afar upptekni Þráinn Árni Baldvinsson sem oftast er kenndur við Skálmöld, er einnig tónlistarskólastjóri og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Gítargrams á Rás 2 kemur í heimsókn til okkar á eftir.

Í dag hefjast almennar sýningar á íslenska kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu sem byggð er á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Myndin er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum og í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Ása Helga kemur til okkar ásamt Kristínu Önnu sem er tónskáld myndarinnar.

Á eftir taka stelpurnar okkar á móti Hvíta Rússlandi á Laugardalsvelli. Um er ræða undankeppni HM kvenna í fótbolta og okkar kona á svæðinu er Edda Sif Pálsdóttir.

Birt

2. sept. 2022

Aðgengilegt til

2. sept. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.