Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Góðan dag landsmenn öll - Síðdegisútvarpið vinur þjóðarinnar heilsar ykkur fimmtudaginn 28. júlí.
Ýmislegt á dagskrá. Meðal annars greinilegt bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks að mati þeirra sem best til þekkja og þörf á aukinni róttækni. Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar í málgagn Hinsegin daga og ræðir þar svokallað ?umbyrðarlyndi? þeirra sem ekki eru hinsegin og spyr hvort það dugi til - þegar hatrið sem nú beinist að transfólki sé keimlíkt hatrinu sem beindist að samkynhneigðum fyrir 40 árum. Meira um þessi mál á eftir.
Í gær birtust tvær greinar í vísindatímaritinu Science sem báðar komust að þeirri niðurstöðu að uppruni Covid-19 veirunnar hafi verið á ferskmarkaði í Wuhan í Kína. Uppruni veirunnar hefur verið aðeins á huldu og jafnvel vakið upp milliríkjadeilur en þessi niðurstaða þykir sú skýrasta hingað til. En af hverju valda matarmarkaðir kórónaveiru í fólki og hvað er að frétta af Covid-19? Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnarlæknis, sem tekur reyndar við stöðunni af Þórólfi innan skamms, mætir til okkar.
Svo er það Instagram. Er forritið orðið leiðinlegra en það var útaf öllum myndskeiðunum, eins og Kim Kardashian og fleiri vilja meina. Hin eina sanna Berglind Festival ætlar að kryfja þetta mál með okkur í þættinum í dag.
Já, það er fimmtudagur fyrir stærstu ferðahelgi sumarsins og ýmislegt á dagskrá um landið allt. Við ætlum að taka púlsinn á Síldarævintýrinu á Siglufirði og heyrum í aðalsprautunni þar Daníel Pétri Baldurssyni.
Og en byrjum á veðrinu. Veðurfræðingar eru sjaldan vinsælli en akkúrat fyrir þessa helgi. Elín Björk Jónasdóttir er á línunni. Hver er punktstaðan varðandi veðrið um Verzló, Elín?
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.