Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Mikið hefur nýverið verið rætt um mögulegt bakslag sem sé að eiga sér stað í baráttu hinsegin fólks. Færst hefur í aukana að gelt sé í átt að hinsegin ungmennum, trans fólk lýsir ofsóknum og embættismenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vilja til að taka réttindi hinsegin fólks til baka að einhverju leyti. Nú eru hinsegin dagar í Reykjavík á næsta leyti, árleg hátíð þar sem fjölbreytileikanum er fagnað, og ekki allir sammála um útfærslu á henni að þessu sinni. Íris Ellenberger sagnfræðingur tvítaði um það á dögunum að hún vilji minna af ást er ást og meira "brennum rasíska ableíska sísheterósexíska feðraveldið til grunna" á hátíðinni í ár. Íris kíkir við.
Í sumar höfum við fylgst með ættingjum, vinum, kunningjum og vinum vina Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í fyrra þegar hoppukastali tókst á loft við Skautahöllina á Akureyri. Þessi góði hópur fólks sem samanstendur af ósköp venjulegu fólki eins og okkur, það er að segja fólki sem hefur hingað til ekki flokkað sig sem afreksíþróttafólk, hefur verið að spreyta sig á Landvættum þar sem þarf að gönguskíða, synda, hjóla og hlaupa allt til styrktar Klöru og fjölskyldu hennar. Nú er komið að síðustu þrautinni um helgina og við ætlum að heyra í Auðbjörgu Björnsdóttur einni þeirra sem stofnaði styrktarsíðuna Áfram Klara og fá vita hvernig gangi að undirbúa sig fyrir átökin um helgina
Tónlistarkonan og gleðipinninn Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við heilbrigðiskerfið á árinu vegna veikinda sem hrjáðu hana fyrr í sumar. Hún er blessunarlega risin upp úr veikindunum og ætlar að halda uppi stuðinu á skemmtistaðnum Paddy's í Keflavík annað kvöld, ásamt Helgu Margréti Agnarsdóttur, þar sem þær munu leyfa nærstöddum að þenja raddböndin í partí-karókí. Þórunn Antonía lítur við.
Bræðslan, tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra verður haldin núna um helgina. Hátíðin sem er löngu buin að festa sig í sessi var í fyrsta sinn haldin árið 2005 en hún er framtak Borgfirðinga sem eru áhugasamir um tónlist og viðburði. Borgarfjörður eystri er án efa einn af fallegustu stöðum landsins og þegar Bræðslan er haldin þá myndast þar einstök stemning sem er töfrum líkust. Við ætlum að heyra í Magna Ásgeirssyni á eftir og spyrja hann út í hátíðina í ár.
Reykjavíkurdætur eru að henda út nýju lagi í dag og við ætlum að frumflytja það hér á Rás 2 á eftir. Hingað til okkar koma þær Salka Valsdóttir og Steinunn Jónsdóttir í brjáluðum sumargír og vopnaðar nýja laginu.
Á þessum degi fyrir ellefu árum héldu nokkur norsk ungmenni í ungliðahreyfingu
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.