Síðdegisútvarpið

19.júlí

Lægðir og norðanáttir hafa verið ríkjandi á Íslandi í sumar og flykkjast Íslendingar úr landi. RÚV greindi frá því á dögunum sala á sólarlandafeðrum hafi tekið kipp síðustu vikur og eins og alltaf þá er Tenerife vinsæll áfangastaður. Við verðum með Hjálmar Jóhannsson, hlaðvarpsstjörnu og grínasta, í beinni frá eyjunni fögru.

Í gær töluðum við um árlega herferð og vitundavakningu sem ber nafnið Krabbamein fer ekki í sumarfrí. Það er Stuðningsfélagið Kraftur sem stendur fyrir henni og er henni ætlað vekja athygli á þeirri þjónustu sem býðst þeim sem eru glíma við krabbamein eða bíða eftir greiningu á sumrin þegar hluti af starfsemi heilbrigðiskerfisins fer í dvala vegna sumarfría starfsmanna. Kristjana Björk Traustadóttir er ung kona sem greindist með brjóstakrabbamein fyrr á þessu ári. Hún kíkir til okkar, segir okkur frá þeirri reynslu og hvernig hún tekst á við kvíðann sem veikindum fylgir, meðal annars með steinamálun.

Skemmdarverk sem unnin voru á eigum félagsstofnunar stúdenta við Skerjagarða vöktu mikla athygli í byrjun vikunnar. Skemmdarvargurinn gengur laus en unnið er því setja upp myndavélar í húsnæðinu. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Félagsstofnunar stúdenta, spjallar við okkur um málið.

Hið sögufræga knattspyrnulið Barcelona hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum undanfarið þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu. Bara á síðustu dögum hefur liðið eytt milljörðum í hinn brasilíska Raphinha úr Leeds og pólska markahrókinn Robert Lewandowski úr Bayern Munchen og enginn skilur hvernig þeir fara þessu - tja enginn nema Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka, sem ætlar segja okkur hvernig maður rekur fótboltalið á yfirdrætti.

Við rákum augun í frásögn á Twitter tvær konur hefðu á kvöldgöngu í gær rekið augun í lítinn kóp sem þær töldu vera lífvana. Sigríður Kristinsdóttir, móðir Kolbrúnar sem skrifaði tístið, er önnur þeirra sem fann kópinn og um leið og þær sáu lífsmark með kópinum ákváðu þær hafa samband við neyðarlínuna sem kom þeim í samband við húsdýragarðinn. Þaðan kom næturstarfsmaður sem handsamaði kópinn og kom honum í skjól í húsdýragarðinum. Sigríður ætlar kíkja við hjá okkur og segja okkur frá þessu öllu.

Umsjón: Atli Fannar Bjarkason og Júlía Margrét Einarsdóttir

Frumflutt

19. júlí 2022

Aðgengilegt til

19. júlí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.