Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Þó að sumarið hafi ekki verið uppi á endilega marga fiska á Íslandi síðustu daga og margir hafi verið svekktir yfir fjölda rigningardaga þá er alls ekki sama sagan í öllum löndunum í kringum okkur. Víða myndi fólk þiggja smá rigningu og sudda því hitinn er kominn úr öllu valdi, hitamet eru slegin og illa gengur að slökkva í skógareldum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingi kemur til okkar og við fáum að vita hvað er að gerast og hvaða áhrif þetta hefur á vistkerfið.
Svo hringjum við til Seyðisfjarðar en í gær voru þar mótmæli vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis. Við heyrum í Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur fulltrúa VÁ - félagi um vernd fjarðarins og fáum útskýringar á málinu.
Hljóðbækur njóta síaukinna vinsælda og ekki síst þegar sólin skín. Nú hefur það færst í aukana að bækur komi út fyrst á hljóðbókarformi, áður en hún er prentuð og sumar þeirra koma aldrei út í fysísku eintaki. Trúnaður er nýjasta bók rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur en hún kom út á vegum Storytel á dögunum og fjallar um saklausan Saumaklúbbsfund þar sem margt fer úr böndunum. Höfundurinn kíkir til okkar ásamt Sólu Þorsteinsdóttur frá Storytel.
Krabbamein fer ekki í sumar- eða jólafrí, það vita þau sem hafa reynslu af því. Stuðningsfélagið Kraftur, sem hefur um árabil aðstoðað ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, stendur nú fyrir herferð þar sem vakin er athygli á opnunartíma hjá hinum ýmsu þjónustuaðilum í heilbrigðiskerfinu og stuðningsaðilum krabbameinsveikra yfir sumartímann. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts kemur í hús og ræðir við okkur.
Það hefur ekki farið framhjá neinum Íslendingi að Evrópumótið í knattspyrnu er nú að fara fram í Englandi þar sem stemningin er auðvitað gífurleg, en eins og flestir vita þurfum við sigur, ja eða mögulega jafntefli í leiknum til að komast áfram í átta liða úrslit. Margir ætla að koma saman á EM torginu á Ingólfstorgi að horfa saman á leikinn. Við ætlum að taka púlsinn þar, heyrum í Jóhanni Alfreð.
Og meira af Evrópumótinu og hitabylgjunni því hún hefur verið að gera fólki lífið leitt í Englandi síðustu daga og samkvæmt nýjustu fregnum gæti hitinn verið enn í um 37 gráðum í Manchester þegar leikunn fer fram. Landsliðskonan og knattspyrnugoðsögnin Elín Metta Jensen er stödd í Manchester núna að undirbúa sig fyrir leikinn, við ætlum að heyra í henni.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.