Norðlendingar eru enn að bíða eftir að sumarið komi, frekar slæm byrjun í þeim landshluta. Við heyrum í verslunarstjóra einnar ástsælustu ísbúðar landsins, Brynjuíss á Akureyri, henni Díönu Ósk Leifsdóttur og fáum á hreint hvort margir séu að kaupa ís í 8 stiga hita.
Hvalveiðar hafa verið talsvert í umræðunni síðustu vikur og sitt sýnist hverjum. Stjórnvöld leyfa hvalveiðar meðan aðrir telja veiðarnar bæði tímaskekkju og skaða orðspor Íslands. Við viljum heyra í ykkur hlustendum og opnum símann á eftir - hvalveiðar, með eða á móti?
Fyrir hundrað árum hvarf ungur maður að austan nánast sporlaust og sáralitlar upplýsingar eru til um málið. Bjarki Hólmgeir Halldórsson rannsakar mannshvörf hér á Íslandi leitar nú vísbendinga um þetta mál. Við ræðum við hann.
Svo tökum við hús á finnskum metsöluhöfundi Satu Ramö sem býr í gulu húsi á Ísafirði, þar sem hún skrifar hræðilegar glæpasögur með slatta af morðum?
Og heyrum líka af námskeiði í stærðfræði fyrir stelpur og stálp sem Nanna Kristjánsdóttir stærðfræðinemi í HÍ stendur fyrir núna í ágúst.
En fyrst er það fótboltinn! Íslensku stelpurnar okkar gerðu jafntefli við þær belgísku í fyrsta leik okkar á EM nú á sunnudag. Í símanum er Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.