Björg Magnúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson stýra þættinum.
Allskonar áhugaverð mál í deiglunni, hingað kemur á eftir Björn Teitsson borgarfræðingur sem hefur látið til sín taka í umræðu um samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.
María Elísabet Bragadóttir sem sló rækilega í gegn með fyrstu bók sinni Herbergi í öðrum heimi er að senda frá sér nýja bók á morgun og ætlar að segja okkur frá henni hér á eftir.
Í dag kl. 6 verður kröfufundur fyrir utan skrifstofur Sundsambands Íslands og ÍSÍ þar sem þess verður krafist að Sundsambandið dragi til baka atkvæði sitt um að trans konum verði bannað að keppa í kvennaflokki á heimsmeistaramótum í sundi. Fjöldi félagasamtaka standa að fundinum og við munum heyra í einum aðstandenda.
Virkjanamál eru komin í brennidepil aftur og sumum þykir nauðsynlegt að virkja miklu meira, 5 nýjar kárahnúkavirkjanir hafa verið nefndar. Fá hafa kafað betur ofan í þau mál en Andri Snær Magnason og hann ætlar að koma hingað í heimsókn.
En við ætlum að byrja á því að líta út í heim, nánar tiltekið til Bretlands. Verulega hefur verið saumað að Boris Johnson forsætisráðherra í þinginu í dag, eins og staðan er núna hafa 34 ráðherrar og undirráðherrar búnir að segja af sér? mögulega er hans tími kominn, eða hvað - hingað er kominn Bogi Ágústsson fréttamaður.