Síðdegisútvarpið

6. júlí

Björg Magnúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson stýra þættinum.

Allskonar áhugaverð mál í deiglunni, hingað kemur á eftir Björn Teitsson borgarfræðingur sem hefur látið til sín taka í umræðu um samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

María Elísabet Bragadóttir sem sló rækilega í gegn með fyrstu bók sinni Herbergi í öðrum heimi er senda frá sér nýja bók á morgun og ætlar segja okkur frá henni hér á eftir.

Í dag kl. 6 verður kröfufundur fyrir utan skrifstofur Sundsambands Íslands og ÍSÍ þar sem þess verður krafist Sundsambandið dragi til baka atkvæði sitt um trans konum verði bannað keppa í kvennaflokki á heimsmeistaramótum í sundi. Fjöldi félagasamtaka standa fundinum og við munum heyra í einum aðstandenda.

Virkjanamál eru komin í brennidepil aftur og sumum þykir nauðsynlegt virkja miklu meira, 5 nýjar kárahnúkavirkjanir hafa verið nefndar. hafa kafað betur ofan í þau mál en Andri Snær Magnason og hann ætlar koma hingað í heimsókn.

En við ætlum byrja á því líta út í heim, nánar tiltekið til Bretlands. Verulega hefur verið saumað Boris Johnson forsætisráðherra í þinginu í dag, eins og staðan er núna hafa 34 ráðherrar og undirráðherrar búnir segja af sér? mögulega er hans tími kominn, eða hvað - hingað er kominn Bogi Ágústsson fréttamaður.

Frumflutt

6. júlí 2022

Aðgengilegt til

6. júlí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.