Síðdegisútvarpið

30.júní

Nýlega kom út bók­in Of­sótt­ur eft­ir Bill Browder í ís­lenskri þýðingu en í bók­inni seg­ir Browder frá bar­áttu sinni til fram rétt­læti vegna morðsins á fyrr­ver­andi starfs­manni sín­um, Ser­gej Magnít­skíj, sem myrt­ur var af mönn­um á veg­um Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands. Bill Browder er íslandsvinur hann hélt hér fyrirlestra á árinu 2015 en útgefandi bókarinnar Jónas Sigurgeirsson kemur til okkar eftir smá stund og segir okkur meira um Bill og bókina.

Í borgarráði í morgun voru samþykktar tillögur menningar- íþrótta og tómstundaráðs um verulega hækkun frístundastyrksins í borginni auk fleiri mála er varða barnafjölskyldur. Við fáum til okkar á eftir Skúla Helgason formann menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs til segja okkur frá þessu.

SAHARA Academy er nýr skóli í stafrænni markaðssetningu sem kennir jöfnum höndum fræðilega þekkingu og verklega færni í faginu. Nemendur læra setja upp herferðir og mæla árangur þeirra í auglýsingakerfum miðla eins og Facebook, Instagram, Google og Youtube, og glíma við raunveruleg verkefni fyrir alvöru viðskiptavini. Andreas Aðalsteinsson yfirmaður stafrænu deildarinnar hjá Sahara kemur til okkar og segir okkur meira um skólann.

Yfir þrjúhundruð íslenskir dansarar, kennarar og fjölskyldur þeirra eru stödd á Spáni nánar tiltekið í San Sebastian þar sem keppt er á heimsmeistaramótinu í dansi eða Dance World Cup. Krakkar á aldrinum fjögurra til tuttugu og sex ára taka þátt í mótinu frá 10 íslenskum dansskólum. Það er óhætt segja íslensku ungmennin séu brillera á mótinu en þegar eru nokkrir titlar í hús og verðlaunin hrúgast inn. Til mynda lönduðu 10 íslenskar stúlkur frá Danskompaní í Reykjanesbæ gulli með atriði sínu Yfir Vestfirðina en þar þurftu þær dansa,syngja og leika. Við ætlum hringja til Spánar í hana Helgu Ástu Ólafsdóttur eiganda Danskompaní og hana til segja okkur frá stemningunni á mótinu og sigurgöngu íslensku dansaranna.

Tinni og aðrar teiknimyndahetjur hafa verið áberandi á bókasafinu í Árborg í sumar. Það verður uppákoma í tengslum við það í kvöld. Þetta og ýmislegt fleira er í gangi í sveitarfélaginu, við ætlum heyra í Margréti Blöndal deildarstjóra menningar og upplýsingasviðs Árborgar.

Síðastliðið föstudagskvöld voru framin voðaverk í Osló höfuðborg Noregs þegar karlmaður skaupt tvo til bana og særði yfir tuttugu aðra fyrir utan hinsegin skemmtistað í borginni. Gleðigöngu Oslóar sem fara átti fram daginn eftir var frestað. hefur verið boðað til samstöðufundar hér á landi á eftir.

Birt

30. júní 2022

Aðgengilegt til

30. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.