Síðdegisútvarpið

23.júní

Það verður stór stund á eftir þegar Anton Sveinn Mckee keppir fyrir Íslands hönd í úrslitum í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest. Anton setti tvö Íslandsmet í gær þegar hann keppti í undanrásum og undanúrslitum og svo keppir hann í úrslitunum á eftir nánar tiltekið klukkan 17:28. Við ætlum til okkar Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann til segja okkur frá afrekum þessa frábæra sundkappa og hita upp fyrir úrslitasundið. Við munum síðan gefa boltann á Inga Þór Ágústsson sem mun lýsa sundinu í beinni á RÚV og hér á Rás 2.

Ukulellur ætla spila og syngja í sumarstuði á Bruggstofunni í dag klukkan sex. En áður en þær gera það ætla þær koma við hér í Efstaleitinu og segja okkur frá hljómsveitinni og ferðalagi sem þær eru leggja af stað í núna eftir helgi til Þýskalands. Við ætlum svo sjálfssögðu þær til telja í og taka lagið í beinni.

Gleðigjafarnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar koma í heimsókn til okkar í Síðdegisútvarpið. Þeir eru byrja saman ef svo orði komast og við ætlum nýjasta slúðrið hér á eftir.

Við ætlum forvitnast um Laugarnesið hér í Reykjavík því á laugardaginn er hátíð sem Laugarnesvinir ætla standa fyrir. Hingað kemur kona sem er fædd og uppalin á Laugarnesinu og fóstrar svæðið eins og henni er einni lagið. Hún heitir Þuríður Sigurðardóttir og er söngkona og myndlistarmaður

Við hringjum líka austur í Þykkvabæ þar býr Hrönn Vilhlemsdóttir sem rak lengi vel veitingastað í Reykjavík sem heitir Kaffi Loki. hefur hún flutt sig austur og rekur Hlöðueldhús en hvað er það ? Fáum vita það hér á eftir.

Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið til landsins en á þessu ári. Frá áramótum hafa alls 1887 flóttamenn komið, þar af 1215 frá Úkraínu. Reiknað er með flóttamönnum taki fjölga enn meira með haustinu. En hvernig gengur flóttafólki aðlagast íslenskum veruleika, hvernig gengur útvega fólki vinnu og húsnæði og hvernig hafa börnin það? Gylfi Þór Þorsteinsson er aðgerðastjóri vegna komu flóttamanna frá Úkraínu og hann kemur til okkar.

Frumflutt

23. júní 2022

Aðgengilegt til

23. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.