Síðdegisútvarpið

22.júní

SaltPay sem er fjártæknifyrirtæki á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir vara við netsvindli. Þar eru korthafar varaðir við svikatilraunum í gegnum sms smásskilaboð, tölvupóst eða síma sem hafa verið sendar í nafni Borgunar eða SaltPay. En hvernig getum við áttað okkur á um svindl ræða og hvert á fólk leita ef það grunar það hafi fallið í þá gryju verða fyrir netsvindli ? Ísabella Ágústsdóttir er sérfræðingur hjá SaltPay og hún fer yfir þessi mál með okkur eftir smá stund.

Indverska prinsessan eins og hún hefur oft verið kölluð Leoncie mun halda tónleika á Íslandi um helgina eftir margra ára hlé. Við í Síðdegisútvarpinu munum sjálfssögðu heyra í Leoncie hér á eftir.

Og svo eins og alltaf á miðvikudögum verður veiðispjallið á dagskrá. Okkar maður á línunni Gunnar Bender segir okkur allt um gang stangveiðinnar það sem af er sumri.

Um helgina verður haldið á Akureyri í tilefni Listasumars grunnnámskeið fyrir unga plötusnúða. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 10 til 12 ára en þar verður farið yfir helstu hugtök og handtök og kennt á græjurnar. Við ætlum hringja norður og heyra í Ívar Frey Kárasyni plötusnúð og leiðbeinanda.

Elínborg Hörpu og Önundarbur fræðir okkur um námskeið í feminískri sjálfsvörn í þættinum.

Á samráðsfundi stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, sem fram fór í Vík í Mýrdal í gærkvöldi, var ákvörðun tekin um hefja formlegt samstarf til efla öryggi ferðafólks á svæðinu. En hvað nákvæmlega kom þar fram og er búið smíða aðgerðaráætlun fyrir þetta mikilvæga mál - Íris Guðnadóttir talsmaður landeiganda sem á sæti í þessum samráðshópi kemur til okkar.

Frumflutt

22. júní 2022

Aðgengilegt til

22. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.