Síðdegisútvarpið

13.06.2022

Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur vill höfða til ábyrgra kattaeigenda um land allt og biður þá halda köttum sínum inni sérstaklega á varptíma fugla en þó helst alltaf. Kettir séu öflug rándýr og sérstaklega slæmt þegar þeir gangi lausir á nóttunni því þá aðal veiðitími þeirra. Arnór skrifaði færslu á fésbókarsíðu sína fyrir helgi og hefur færslan vakið mikil viðbrögð. Við heyrum í Arnóri og spyrjum hann út í hvaða áhrif lausaganga katta á varptíma hafi á villta náttúru.

Í kvöld eigast við Ísland og Ísrael í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum klukkan 18 og hingað til okkar á eftir kemur Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður til ræða við okkur um leikinn.

Við ætlum opna fyrir símann á eftir og gefa landsmönnum færi á tjá skoðanir sínar á því sem á þeim brennur. Hefur landinn skoðun á lausagöngu katta á varptíma, hvernig er stemningin fyrir landsleiknum í kvöld og er lúsmýið farið gera vart við sig einhversstaðar á landinu ? En orðið er frjálst.

Kristófer Emil og Hinrik Orri höfðu ætlað sér búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir stunduðu vinnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Þegar á tjaldsvæðið var komið átti loka því vegna skort á tjaldvörðum. Félagarnir dóu ekki ráðalausir og tóku sér starf tjaldvarða á svæðinu í sumar. Þeir halda úti instagramsíðunni Tjaldlíf þar sem fólk getur fylgst með þeirra daglega lífi. Kristófer Emil verður í símanum austan.

Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj kíkir til okkar í Síðdegisútvarpið í dag. Það er venju nóg gera hjá Bassa en hann var senda frá sér nýtt lag sem heitir Kúreki. Við fáum okkur kaffi með Bassa á eftir, spyrjum hvað frétta og fáum heyra nýja lagið.

Fyrstu gæludýrin frá Úkraínu verða í dag flutt á sérútbúna einangrunarstöð sem sett hefur verið upp hér á landi. Veitt hefur verið leyfi fyrir innflutningi 12 dýra, hunda og katta og getur einangrunin varað í allt fjóra mánuði. Undirbúningur fyrir komu gæludýra flóttafólks hefur staðið síðan í mars. Hrund Holm deildarstjóri inn og útflugnings hjá Matvælastofnun er á línunni.

Birt

13. júní 2022

Aðgengilegt til

13. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.