Síðdegisútvarpið

10.júní

Félagarnir úr Hraðfréttum, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, munu næstu föstudagskvöld hita landsmenn upp fyrir Evrópumótið í knattspyrnu kvenna í júlí með sjónvarpsþáttum sem þeir gerðu fyrir RÚV. Í þáttunum hitta þeir leikmenn landsliðsins og innsýn í líf þeirra innan og utan vallarins. Benni kom til okkar og Fannar var á línunni.

Á menningararfurinn heima í sýndarheimum og hliðskjálfum nýrra tíma? leika sér með menningararfinn? Hver er staða stafræns menningararfs á Íslandi? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum á Stefnumóti um stafræna miðlun og varðveislu menningararfs sem haldið verður í Reykjavík 16. júní, í Veröld - húsi Vigdísar. Á stefnumótinu verða flutt erindi um stafrænan menningararf og framtíð arfleifðarinnar í sýndarheimum rædd í fyrirlestrum og málstofum. Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri sagði okkur frá þessu.

Sveitatónlistarhátiðin Country Hjarta Hafnarfjarðar hóf göngu sína í gær en stefnt er gera þetta árlega. Hátíðin fer fram í hinu sögufræga Bæjarbíói í Hafnarfirði, og er viðburður sem áhugafólk um sveitatónlist ættu ekki láta fram hjá sér fara. Á morgun verður bandarísk sveitasöngkona á sviðinu en hún heitir Sarah Hobbs og kemur frá Texas. Sarah hefur verið tilnefnd til verðlauna í flokknum söngkona ársins í Texas undanfarin 3 ár og hefur unnið til fjölda sem country söngkona verðlauna á undanförnum árum. Axel Ómarsson hefur veg og vanda þessari hátíð og hann verður með hljómsveit sína á sviðinu ásamt Söruh. Axel kom til okkar með gítarinn g tók lagið fyrir okkur.

Á sunnudaginn er sjómannadagurinn og því tilefni verður boðið upp skemmtidagskrá víða um land. Við ætlum beina sjónum okkar hátíðarhöldum út á Granda í Reykjavík en þar verður mikil fjölskylduhátíð þar sem fjallað verður um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk og ýmsan fróðleik. Á hátíðinni í ár verður meðal annars keppt í koddaslag, en Koddaslagurinn 2022 verður haldinn klukkan 15:00 á sunnudaginn þar sem fjórar fræknar fraukur keppa um farandbikar BAHNS þetta árið. Elísabet Sveinsdóttir og Helga Lilja Magnúsdóttir komu til okkar og sögðu okkur frá hátíðarhöldunum og auðvitað Koddaslagnum sem verður æsispennandi.

Giljagaul er norræn handverks- og menningarhátíð þar sem 300 fatlaðir einstaklingar frá Norðurlöndunum koma saman og handverka á Laugarvatni 13. - 17. júní. Það verða búin til hljóðfæri úr tré, járni og steinum. Búnir til fánar, bakað, veiddur fiskur og talað við íslenska hestinn og sungið fyrir al

Frumflutt

10. júní 2022

Aðgengilegt til

10. júní 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.