Síðdegisútvarpið

31.maí

Staðalráð Íslands skorar á stjórnvöld auka fjárveitingar til þess svo það geti haldið úti lögbundinni starfsemi. Undir þetta taka fjörtíu stjórnendur og sérfræðingar úr atvinnulífinu og frá opinberum stofnunum. Framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands Helga Sigrún Harðardóttir telur áhugaleysi kunni skýra hvers vegna fjárframlög frá ríkinu til ráðsins hafi ekki aukist í samræmi við annað. En hver er lögbundin starfssemi Staðlaráðs Íslands, hvað eru staðlar og hvers vegna þurfum við sýna þessu meiri áhuga ? Helga Sigrún kemur til okkar á eftir í Síðdegisútvarpið.

For­svars­menn Örnu, mjólk­ur­vinnslu í Bol­ung­ar­vík, og for­svars­menn Reykja­vík Crea­mery, mjólk­ur­vinnslu í Penn­sylvan­íu í Banda­ríkj­un­um, hafa skrifað und­ir sam­starf á milli fyr­ir­tækj­anna um fram­leiðslu og sölu á Örnu mjólk­ur­vör­um í Banda­ríkj­un­um. Hálfdán Óskarsson framkvæmdarstjóri Örnu verður á línunni.

er tími útskriftarhátíðanna og á átta til níuhundruð manna hátíð Nemendasambands MR um helginar var flutt nýtt lag og ljóð tileinkað júbílöntum á öllum aldri, og voru flytjendurnir tíu allir á níræðisaldri, félagar í sönghópnum MR60. Einn þessara flytjenda er Ómar Ragnarsson, við heyrum í Ómari á eftir og fáum heyra lagið.

Dragdrottningin Lady Zadude, eða öðru nafni Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómara í Tjarnarbíó í síðustu viku og hlaut titilinn dragdrottning Íslands. Keppnin sem haldin var á Uppstigningardag var upphitun Hinsegin dögum, hátíð sameiningar og samþykkis, sem fara fram í byrjun ágúst. Lady Zadude er komin hingað til okkar.

Á laugardaginn verður styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK haldinn í annað sinn. Markmið viðburðarins er koma saman, njóta útivistar í einstakri náttúru og safna um leið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Í fyrra gengu um 300 manns og 2,5 milljónir söfnuðust í vísindasjóð Göngum saman. Fjölmargir þátttakendur hafa þegar skráð sig og búast við Mörkin verði iðandi af lífi um Hvítasunnuhelgina. Gunnhildur Óskarsdóttir segir okkur nánar frá þessu.

Í dag eru tímamót í sögu Noregs og Íslands, en núna klukkan þrjú var síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands. Við ætlum byrja þáttinn á hringja til Siglufjarðar þar sem er verið salta í tunnur og þar ætti líka vera hafið bryggjuball. Á línunni er Aníta Evertsen safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Birt

31. maí 2022

Aðgengilegt til

31. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.