Síðdegisútvarpið

24.05.2022

Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, birti færslu á Twitter á dögunum þar sem hann stakk upp á því börn á aldrinum 12-18 ára fengju rýmri heimildir til vinna. Óhætt er segja færslan vakti mikla athygli og kommentunum rigndi yfir færsluna. En hvers vegna er Andre?si þetta tiltekna mál hugleikið? Við komumst því hér á eftir.

Í dag hófst áhugaverður og leyndardómsfullur kafli í ferðamálasögu Íslands þegar sögukjallari opnaði um hinn sanna James Bond, Vestur-Íslendinginn Sir William Stephenson. Stephenson átti íslenska móður, hann fæddist í Winnipeg Kanada árið 1897, tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, varð síðar iðnjöfur og milljónamæringur og þegar seinni heimsstyrjöldin skall á gerði Sir Winston Churchill hann yfirmanni njósna fyrir MI6 í New York. Hugi Hreiðarsson og Bogi Auðarsson sem eru aðalmennirnir á bak við safnið koma til okkar.

Sveitastjórn Múlaþings á í stökustu vandræðum með félagsheimilið og kvimyndahúsið Herðubreið á Seyðisfirði lagfært. Ekkert tilboð barst sveitarstjórn Múlaþings vegna útboðs vegna lagfæringa á þessu merka húsi. En hvað gera bændur þá? Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings verður á línunni.

Á fimmtudaginn kemur þann 26. Maí kl. 10 verður haldið golfmót á Bakkakotsvelli Mosfellsdal. Mótið er styrktar og góðgerðarmót og í hverju liði eru 4 keppendur tveir þjóðþekktir einstaklingar úr röðum tónlistar, íþrótta og fjölmiðlafólks svo eitthvað nefnt, einn frá styrktar fyrirtæki og einn einstaklingur með MS sjúkdóm. við ætlum fræðast um MS sjúkdóminn og spyrja hvort þeir sem eru með MS geti yfir höfuð spilað golf Hjördís Ýrr Skúladóttir formaður félagsins og Haukur Dór skipuleggjandi mótsins koma til okkar á eftir .

Einar Torfi Finnsson jöklaleiðsögumaður kom til okkar í Síðdegisútvarpið um miðjan apríl en þá var hann leggja af stað með hóp af Íslendingum yfir Grænlandsjökul. Áætluð leið var ganga í vestur sem er gagnstæð átt við leiðangur Vilborgar Örnu. Hóparnir náðu hittast því við best vitum og er Einar Torfi kominn heim. Hann kemur til okkar á eftir og segir okkur frá helstu áskorunum ferðarinnar.

Frumflutt

24. maí 2022

Aðgengilegt til

24. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.