Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 23.maí

Síðastliðinn fimmtudag hittust sérfræðingar frá 27 löndum í hæfniþróun hér á landi til ræða hvernig raunfærnimat getur nýst við takast á við hraðar breytingar á vinnumarkaði.Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd nám fari fram við margs konar aðstæður, í ólíku samhengi og ekki eingöngu í skóla. Raunfærnimat veitir staðfestingu á færni einstaklinga óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Jón Gnarr leikari, uppistandari og pólitíkus var einn þeirra sem hélt erindi á ráðstefnunni og hann ætlar koma til okkar í Síðdegisútvarpið og ræða þessi mál.

Heims­minja­skrif­stof­an í Par­ís tel­ur notk­un Silfru til köf­un­ar í sjálfu sér ekki ósam­rýman­leg stöðu Þing­valla sem heims­minj­astaðar. Hins veg­ar verði reka starf­sem­ina inn­an þeirra marka sem staður­inn þolir. En hver er fjöldi og hvernig þarf haga starfseminni í kringum Silfru ? Við heyrum í Einari Sæmundssen þjóðgarðsverði á Þingvöllum.

Einn færasti flamenco gítarleikari landsins, Reynir Hauksson er staddur á Spáni, nánar tiltekið í Madrid, þar sem hann fékk færustu flamenco leikara Madrid borgar til taka upp með Vísur Vatnsenda Rósu. Við heyrum í Reyni varðandi lífið í Madrid og hvernig til tókst setja Vísur Vatnsenda Rósu í flamenco búning.

Við fáum til okkar tónlistarmennina Friðrik Ómar og Jogvan Hansen sem eru leggja af stað í tónleikaferð þ.e.þeir eru klára Sveitalífstúrinn og við fáum heyra af dagsrkránni hjá þeim félögum.

En við byrjum á því helsta utan úr heimi okkar eini sanni Markús Þórhallsson fréttamaður kemur til okkar.

Birt

23. maí 2022

Aðgengilegt til

23. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.