Síðdegisútvarpið

18.maí

Í morgun birti Íslandsbanki nýja þjóðhagspá þar sem spáð er fyrir um þróun efnahagsmála frá 2022-2024. Verðbólga, atvinnuleysi, vextir, íbúðaverð og fleira er meðal efnis í spánni. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur gerðu spána. Þau koma til okkar á eftir og segja okkur nánar frá.

Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru grasrótarstarf EAPN á Íslandi og eru öllum opin sem hafa reynslu af fátækt og félagslegri einangrun og vilja taka þátt í öflugu starfi til breyta aðstæðum fólks sem býr við fátækt og viðhorfum samfélagsins til þess. Samtökin hlutu mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2022 í vikunni og til okkar kemur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir fulltrúi Pepp Ísland

Stofnendur Acan Wines, sem er netverslun með áfengi, segja skýrar leikreglur vanti varðandi starfsemi verslunar af þessu tagi. Löggjöfin óskýr og núverandi fyrirkomulag skapi ýmsar hindranir fyrir rekstur af þessu tagi. Dagur Már Ingimarsson Fjármálastjóri Acan Wines kemur til okkar og við ætlum spyrja hann út í regluverkið og hvaða breytingar hann vilji sjá á því.

Fyrrverandi Hollywood hjónin Johnny Depp og Amber Heard hafa verið fyrir allra augum útkljá mál sem varðar heimilisofbeldi sem Amber ásakar Johnny um. Réttarhöldin hafa verið í beinni og hafa tekið ýmsar stórfurðulegar beygjur. Margir hafa fylgst með þessu máli en fáir jafn mikið og Eva Ruza sem kemur til okkar á eftir og tekur þetta rækilega saman fyrir okkur.

Alexandrea Rán íslandsmeistari í bekkpressu kvenna undir 62kg er komin til Kazachstan og mun hún gera okkur íslendinga stolt með sínum afrekum þar á heimsmeistaramótinu í bekkpressu. Alexandrea verður á línunni.

Frumflutt

18. maí 2022

Aðgengilegt til

18. maí 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.